Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 20:01 Aðsend Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Rúmur mánuður er nú liðinn síðan fjölskylda Magnúsar heyrði síðast frá honum. Þann 10. september síðastliðinn átti hann bókað flug frá Dóminíska lýðveldinu til Frankfurt, þaðan sem hann átti svo að fljúga heim til Íslands. Magnús mætti á flugvöllinn en missti af vélinni. Þá skildi hann farangur sinn eftir og yfirgaf flugvöllinn. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Bróðir Magnúsar fór út til Dóminíska Lýðveldisins fyrir rúmri viku. Hann leitaði sjálfur að Magnúsi ásamt því að funda með yfirvöldum, lögfræðingum og fara yfir gögn, svo sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum. „Á þessum myndum sést að kvöldið sem hann hverfur, fer hann út úr flugstöðinni,“ segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar og stjúpsystir bróðurins sem fór út. Sá treysti sér ekki til að veita viðtal. „Við héldum að hann hefði bara skilið farangurinn eftir en hann gengur frá honum afsíðis eins og hann ætli sér að koma aftur. Svo gengur hann út af svæðinu.“ Hrikalegir klettar nálægt flugvellinum Rannveig útskýrir að Magnús hafi sést klifra yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra.“ Fyrir um tveimur vikum fór lögreglan úti í viðamikla leit. Hermenn og lögreglumenn gengu ströndina, ásamt því sem leitað var á bátum og með drónum. Bróðir Magnúsar leitaði einnig á ströndinni ásamt fleirum. En engin ummerki hafa fundist og fjölskyldan hefur enn engin svör fengið. Bróðir Magnúsar kom aftur heim til Íslands í gær og hafði farangur bróður síns meðferðis. Rannveig segir það hafa reynst honum nær óbærilegt. „Það er alveg ofsalega erfitt það sem er búið að vera gerast úti. Að skoða myndir, vera að leita en fá samt engin svör. Og þurfa síðan að yfirgefa svæðið án svara og án hans, ég held að það sé bara næstum ekki hægt að ímynda sér hvernig honum hefur liðið.“ Gagnrýnir rannsókn lögreglu hér á landi Rannveig gagnrýnir að ekkert hafi gripið fjölskylduna sem upplifi sig í lausu lofti. Rannsókn yfirvalda hérlendis hafi gengið hægt og illa og lítið sé um svör varðandi framhaldið. „Lögreglan sagðist eiga erfitt með að gera eitthvað því hann væri þarna úti. Við fengum að heyra að fólk ætti rétt á að láta sig hverfa.“ Álit hennar á íslenskum stofnunum hafa beðið hnekki. „Ég hélt að það yrði unnið hraðar og markvissar. Við upplifðum að af því að hann væri úti þá væri málið einhvern veginn ekki í þeirra höndum. Og það hefur verið afskaplega lítið að gerast, okkur finnst ekki eins og það sé ekki verið að leita að honum eða leita upplýsinga af miklum krafti.“ Rannveig segir það hafa gengið hægt að fá aðgang að símagögnum og bankaupplýsingum Magnúsar. Hún er óánægð með seinagang yfirvalda hér á landi þegar kemur að rannsókn málsins. Rannveig segir foreldra Magnúsar stadda í verstu martröð alla foreldra, og það sé ekki síst ástæðan fyrir því að hún vilji ýta við einhverjum í kerfinu. „Það hefur vakið hjá mér mikla undrun, að í þessum aðstæðum sé fólk ekki gripið fyrr. Þetta er mikið áfall.“ Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá hann aftur Rannveig segir mjög misjafnt hvernig fjölskyldumeðlimir Magnúsar hafi takist á við þetta mikla áfall sem hvarf hans er. „Þetta hefur reynt mjög á. Ég held að við séum öll stödd á mjög mismunandi stöðum í ferlinu. Sum okkar eru farin að trúa því að hann komi ekki aftur. Aðrir eru einbeittir í að trúa því að hann hljóti að vera þarna einhversstaðar.“ Sjálf sé hún vonlítil. „Ég er búin að fara marga hringi. Stundum hef ég verið alveg sannfærð um að hann sé þarna úti. En núna er ég eiginlega alveg sannfærð um að ég eigi ekki eftir að sjá hann aftur. Því miður.“ Ég er svolítið hrædd við þessa klettóttu strönd sem er þarna. Varðandi næstu skref segist Rannveig halda að nú taki við áframhaldandi bið og óvissa. „Ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við séum orðin mjög þreytt. Svona bardagaþreytt og sorgmædd. En við náttúrulega bíðum áfram og vonumst til að fá einhver svör eða einhverjar upplýsingar.“ Magnús á ungan son og stjúpson. Rannveig segir að þeir viti að hann sé týndur en nú þegar svo langur tími sé liðinn þurfi fjölskyldan að koma sér saman um hvað eigi að segja drengjunum. Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Rúmur mánuður er nú liðinn síðan fjölskylda Magnúsar heyrði síðast frá honum. Þann 10. september síðastliðinn átti hann bókað flug frá Dóminíska lýðveldinu til Frankfurt, þaðan sem hann átti svo að fljúga heim til Íslands. Magnús mætti á flugvöllinn en missti af vélinni. Þá skildi hann farangur sinn eftir og yfirgaf flugvöllinn. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Bróðir Magnúsar fór út til Dóminíska Lýðveldisins fyrir rúmri viku. Hann leitaði sjálfur að Magnúsi ásamt því að funda með yfirvöldum, lögfræðingum og fara yfir gögn, svo sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum. „Á þessum myndum sést að kvöldið sem hann hverfur, fer hann út úr flugstöðinni,“ segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar og stjúpsystir bróðurins sem fór út. Sá treysti sér ekki til að veita viðtal. „Við héldum að hann hefði bara skilið farangurinn eftir en hann gengur frá honum afsíðis eins og hann ætli sér að koma aftur. Svo gengur hann út af svæðinu.“ Hrikalegir klettar nálægt flugvellinum Rannveig útskýrir að Magnús hafi sést klifra yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra.“ Fyrir um tveimur vikum fór lögreglan úti í viðamikla leit. Hermenn og lögreglumenn gengu ströndina, ásamt því sem leitað var á bátum og með drónum. Bróðir Magnúsar leitaði einnig á ströndinni ásamt fleirum. En engin ummerki hafa fundist og fjölskyldan hefur enn engin svör fengið. Bróðir Magnúsar kom aftur heim til Íslands í gær og hafði farangur bróður síns meðferðis. Rannveig segir það hafa reynst honum nær óbærilegt. „Það er alveg ofsalega erfitt það sem er búið að vera gerast úti. Að skoða myndir, vera að leita en fá samt engin svör. Og þurfa síðan að yfirgefa svæðið án svara og án hans, ég held að það sé bara næstum ekki hægt að ímynda sér hvernig honum hefur liðið.“ Gagnrýnir rannsókn lögreglu hér á landi Rannveig gagnrýnir að ekkert hafi gripið fjölskylduna sem upplifi sig í lausu lofti. Rannsókn yfirvalda hérlendis hafi gengið hægt og illa og lítið sé um svör varðandi framhaldið. „Lögreglan sagðist eiga erfitt með að gera eitthvað því hann væri þarna úti. Við fengum að heyra að fólk ætti rétt á að láta sig hverfa.“ Álit hennar á íslenskum stofnunum hafa beðið hnekki. „Ég hélt að það yrði unnið hraðar og markvissar. Við upplifðum að af því að hann væri úti þá væri málið einhvern veginn ekki í þeirra höndum. Og það hefur verið afskaplega lítið að gerast, okkur finnst ekki eins og það sé ekki verið að leita að honum eða leita upplýsinga af miklum krafti.“ Rannveig segir það hafa gengið hægt að fá aðgang að símagögnum og bankaupplýsingum Magnúsar. Hún er óánægð með seinagang yfirvalda hér á landi þegar kemur að rannsókn málsins. Rannveig segir foreldra Magnúsar stadda í verstu martröð alla foreldra, og það sé ekki síst ástæðan fyrir því að hún vilji ýta við einhverjum í kerfinu. „Það hefur vakið hjá mér mikla undrun, að í þessum aðstæðum sé fólk ekki gripið fyrr. Þetta er mikið áfall.“ Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá hann aftur Rannveig segir mjög misjafnt hvernig fjölskyldumeðlimir Magnúsar hafi takist á við þetta mikla áfall sem hvarf hans er. „Þetta hefur reynt mjög á. Ég held að við séum öll stödd á mjög mismunandi stöðum í ferlinu. Sum okkar eru farin að trúa því að hann komi ekki aftur. Aðrir eru einbeittir í að trúa því að hann hljóti að vera þarna einhversstaðar.“ Sjálf sé hún vonlítil. „Ég er búin að fara marga hringi. Stundum hef ég verið alveg sannfærð um að hann sé þarna úti. En núna er ég eiginlega alveg sannfærð um að ég eigi ekki eftir að sjá hann aftur. Því miður.“ Ég er svolítið hrædd við þessa klettóttu strönd sem er þarna. Varðandi næstu skref segist Rannveig halda að nú taki við áframhaldandi bið og óvissa. „Ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við séum orðin mjög þreytt. Svona bardagaþreytt og sorgmædd. En við náttúrulega bíðum áfram og vonumst til að fá einhver svör eða einhverjar upplýsingar.“ Magnús á ungan son og stjúpson. Rannveig segir að þeir viti að hann sé týndur en nú þegar svo langur tími sé liðinn þurfi fjölskyldan að koma sér saman um hvað eigi að segja drengjunum.
Leitin að Magnúsi Kristni Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38