Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 14:01 Margir hafa reynt að smygla fíkniefnum fram hjá tollvöðrum í Leifsstöð það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira