Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 07:26 Sigríður segir algjöra málefnaþurrð hjá VG. Vísir/Arnar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ummælin lét hún falla í Dagmálum á mbl.is en hún segir ríkisstjórnarsamstarfið síðustu sjö ár hafa gengið út á að „íþyngja ekki VG of mikið“. Það virðist vera „ný skilgreining“ hjá Vinstri grænum að menn geti axlað ábyrgð með því að skipta um embætti og þá hljóti forsætisráðuneytið að koma til greina. Sigríður var mætt í Dagmál ásamt Birni Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, til að ræða um afsögn Bjarna, nú fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, vegna álits Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Aðspurð sagðist Sigríður ekki telja að álitið hefði verið tilefni til afsagnar en bæði hún og Björn Ingi voru bæði á því að mögulega hefði afsögnin verið forvirk aðgerð vegna líklegrar vantrauststillögu. Varðandi þrýsting frá VG sagðist Sigríður þekkja ágætlega til ríkisstjórnarsamstarfsins og kom inn á það hvernig hún sjálf hefði neyðst til að segja af sér í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadóms Evrópu í Landsréttarmálinu. „Það eru sumir sem eru í stjórnmálum sem fara í fósturstellinguna við minnstu ágjöf,“ sagði Sigríður. „Menn þola voða lítið. Og þegar það kemur svona... Ég þekki það; þegar það kom þarna frá einhverri stofnun í Brussel sko, sem í situr eitthvað lið frá einhverjum löndum sem við höfum ekki einu sinni haft áhuga á að bera okkur saman við, eitthvað álit sem stangaðist á við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, stangaðist á við Hæstarétt Íslands, þá bara verður uppi þessi geðshræring. Og ég held að Bjarni hafi mögulega bara lent í því sama og ég; hann fékk fimm daga, ég fékk nú reyndar bara þrjá klukkutíma, menn linntu ekki látum í geðshræringunni í því máli, en Bjarni fékk þó fimm daga og ég held að þessir fimm dagar hafi verið notaðir til að gera liðskönnun, mér þykir það ekki ótrúlegt að minnsta kosti, og menn hafi bara ekki getað hugsað sér að standa frammi fyrir því að taka ákvörðun um, hvort sem menn hafi ætlað að styðja vantraust eða ekki, að menn hafi ekki viljað lenda í því að þurfa að taka afstöðu til vantrauststillögu sem hefði mjög líklega komið fram á þingi.“ Sigríður segir að augljóslega hafi þungu fargi verið létt af VG. Bjarni ætti hins vegar að gera kröfu um forsætisráðuneytið í framhaldinu. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur núna í sjö ár gengið út á að íþyngja ekki VG of mikið en hins vegar er nýja skilgreiningin á því að „axla ábyrgð“ hjá VG, hún er bara sú að menn geti bara sagt af sér og farið bara í annað embætti. Og það er ágætt til þess að vita; þar kæmi forsætisráðuneytið vel til greina fyrir Bjarna. Og ég held að það ætti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að gera kröfu um í það minnsta, að hann taki við forsætisráðherraembættinu. Spurð að því hvort það sé ekki „absúrd“ hugmynd benti Sigríður á að VG væri mjög umhugað um að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram og raunar stjórnarandstöðunni líka. Björn Ingi sagðist ekki telja að ríkisstjórnarsamstarfið myndi lifa veturinn; það væru mörg erfið mál framundan og að umræðan snérist alltof mikið um samstarfið í stað þess að snúast um þau mál sem fyrir lægju. Það væri ekki stjórnarandstaðan sem væri að þvælast fyrir ríkisstjórninni, heldur hún sjálf.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira