„Svona gerir maður ekki, mamma“ Boði Logason skrifar 11. október 2023 15:19 Mæðginin Elísabet Jökulsdóttir og Garpur I. Elísabetarson fara um víðan völl í spjalli sínu. Myndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær. Vísir Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira