Viljum við gráa framtíð? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. október 2023 08:30 Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér? Er það græn framtíð að tala fyrir og nota raforkuspár hagsmunaaðila í orkuiðnaði, sem gera ráð fyrir meira en tvöföldun raforkukerfis mestu raforkuframleiðsluþjóðar heims? Er það græn framtíð að umturna í nafni orkuskipta ósnortinni náttúru, sem verður sífellt verðmætari og fágætari í heiminum, í stað þess að ráðstafa núverandi raforkuframleiðslu á annan og skynsamlegri hátt? Er það græn framtíð að taka virkjunarframkvæmdir fram yfir líffræðilegan fjölbreytileika og heilbrigð vistkerfi? Er það græn framtíð að selja orku í bitcoin og orkufrek gagnaver? Er það græn framtíð að auka raforkusölu til stórnotenda en hræða samtímis almenning með hótunum um skert raforkuöryggi? Er það græn framtíð að eyðileggja laxastofninn í Þjórsá með stórvirkjunum í byggð? Er það græn framtíð að kljúfa viðkvæm samfélög á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum? Er það græn framtíð að reisa jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, með stórfelldri hættu á grunnvatnsmengun í aðeins þriggja kílómetra fjarlægð frá Mývatni, einu merkasta stöðuvatni jarðar? Er það græn framtíð að nota ótæpilegt magn af sementi í stöðvarhús, stíflur og undirstöður vindmylla með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda? Er það græn framtíð að leggja jökulár Skagafjarðar í rúst? Er það græn framtíð að selja núverandi orkufrekri stóriðju enn meiri orku? Er það græn framtíð að skerða óbyggð víðerni hálendisins og spilla með vindorkuverum? Er það græn framtíð að vilja virkjanir í Stóru-Laxá og Hólmsá? Er það græn framtíð að tala aldrei nokkurn tímann fyrir minni ágangi á náttúruna eða sátt við hana? Er það græn framtíð að reisa miðlun neðst í Þjórsárverum og skrúfa þannig fyrir fossa Þjórsár? Er það græn framtíð að telja sig verða að bregðast endalaust við ásókn óseðjandi stórnotenda í „græna“ orku? Er það græn framtíð að halda áfram á nákvæmlega sömu stórvirkjanabraut og fylgt hefur verið í meira en hálfa öld? Verður framtíðin í huga Landsvirkjunar „grænust“ þegar allt hefur verið virkjað? Hlutverk Landsvirkjunar Landsvirkjun er opinbert fyrirtæki, í eigu þjóðarinnar og með sérhæft og vel menntað starfsfólk á öllum sviðum orkufyrirtækjareksturs, ekki einungis á sviði nývirkjunarframkvæmda. Hlutverk þess í lögum er „að stunda starfsemi á orkusviði“. Landsvirkjun gæti rækt hlutverk sitt af sóma um alla framtíð án þess að reisa nokkurn tímann aftur virkjun með óafturkræfum og skaðlegum áhrifum á náttúruna, það dýrmætasta sem okkur hefur verið trúað fyrir. Stefnir Landsvirkjun á raunverulega græna framtíð eða er framtíðarsýnin kannski steypugrá og líflaus? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar