Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2023 12:02 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47