Sjókvíeldi, með eða á móti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2023 11:31 Það má segja að stormur ríki um þessar mundir í umræðu um sjókvíeldi. Stór orð látin falla og þá skal skunda á Austurvöll og hafa hátt. Það er líkt og þegar mikil hávaði ríkir á samkomu í stórum sal þá komast aðalatriðin illa til skila. Gífuryrði og misskilningur situr eftir, engum til framdráttar. Ennþá er talað um örfá störf í sjókvíeldi sem unnin eru að erlendum farandverkamönnum sem engu skipta máli og eldið allt eitt umhverfisslys. Slysaslepping Kveikjan að þessum stormi núna er slysaslepping sem varð í Patreksfirði í síðasta mánuði sem hafði alvarlegar afleiðingar þar sem fiskurinn var nær kynþroska og leitaði upp í veiðiár á vestanverðu landinu og norðan. Slysasleppingu á alltaf að taka alvarlega, sérstaklega þegar áhrifin verða slík sem hafa verið og það þarf að rannsaka ofan í kjölinn. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að bæta sína ferla og opinbert eftirlit þarf að bæta verulega. Öruggt viðbragð Við höfum byggt upp öruggt viðbragð við alls kyns atburðum, hvort sem um ræðir mengunarslys, smitsjúkdómar eða náttúruvá. Allt byggir það á að lágmarka mögulegan skaða og áhrif til framtíðar. Því þarf að vera til staðar öruggt viðbragð og eftirlit sem virkjað er strax og slepping verður. Til þess að það megi verða þarf eftirlit að færast nær sjókvíeldinu, bæði til að flýta viðbragði og ekki síst til að byggja upp þekkingu á svæðinu. Þegar upp kemur riða í sauðfé eru allir ferlar þekktir og gengið í verkið. En við erum því miður ansi svifasein í þegar kemur að viðbrögðum við slysasleppingu. Í Noregi eru þeir með lært viðbragð og eldislaxi hefur fækkað í norskum veiðiám þökk sé þeim mótvægisaðgerðum sem virkjaðar hafa verið þar. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til, svo hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Eftirlit á staðnum Því er mikilvægi eftirlits á þeim stöðum sem sjókvíeldið er staðsett mikið. Það má líkja því við að ef Ísfirðingar yrðu uppvísir að slæmri umferðamenningu, keyrðu ítrekað yfir hámarkshraða eða undir áhrifum áfengis, það kynni ekki góðri lukka að stýra og ákall yrði eftir auknu eftirliti lögreglu en stjórnvöld myndu bregðast við með því að ráða fleiri í lögregluna á Selfossi. Hvaða áhrif myndi það hafa á umferðamenningu á Ísafirði? Einnig þarf nýsköpun, rannsóknir og þróun á sviði sjókvíeldis að vera til í nærumhverfi eldisins sem og annarsstaðar. Aukið og virkt eftirlit Með breytingu á lögum um fiskeldi frá árinu 2019 var gert ráð fyrir að áhættumatið skuli samkvæmt lögum taka tillit til mótvægisaðgerða, sem annarsvegar skal lámarka hættu á stroki úr kvíum og hins vegar aðgerðir sem grípa skuli til þegar mögulegt strok verður. Er lögfesting þessara mótvægisaðgerða algjört lykilatriði, þar sem þær draga enn frekar úr líkum á skaðlegum áhrifum eldisins og stuðla þannig að umhverfisvænni rekstri og betri sátt við aðra hagsmuni. Þessar mótvægisaðgerðir þarf að virkja enn frekar. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu upp á 126 milljónir króna vegna eftirlits í sjókvíeldi auk þess sem til stendur að hækka verðmætagjald sjókvíeldis. Áætlað er að verðmætagjald fyrirtækja í sjókvíeldi verði komið í 2,1 milljarð á komandi ári og það rennur í fiskeldisjóð. Auk þess greiða rekstraraðilar sem ala lax í sjókví árlegt gjald í umhverfissjóð sem greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðaþolsmats, vöktunar og annarra eftirlitsverkefna. Stefna um lagareldi Matvælaráðherra hefur lagt fram tillögu um stefnu í uppbyggingu og umgjörð lagareldis, stefnu til ársins 2040 sem nú er komin í samráðsgátt. Tillagan hefur að markmiði að skapa greininni skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Lagareldið nær yfir sjókvíeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Þegar horft er til sjókvíeldis segir í tillögunni að áskoranirnar séu vissulega til staðar og til þess að greinin geti áfram verið mikilvæg stoð í efnihag landsins verður áfram að vinna að því að mæta þeim áskorunum með festu. Það er bæði verkefni þeirra fyrirtækja sem stunda greinina, samfélaganna þar sem greinin er stunduð og stjórnvalda sem halda utan um eftirlit og lagaumgjörð. Það er raunverulegur möguleiki með því að hafa vísindin í forgrunni sem byggja á að lágmarka umhverfisáhrif greinarinnar. Þannig byggjum við upp sameiginlegan ábata með nýtingu auðlinda til verðmætasköpunar . Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að stormur ríki um þessar mundir í umræðu um sjókvíeldi. Stór orð látin falla og þá skal skunda á Austurvöll og hafa hátt. Það er líkt og þegar mikil hávaði ríkir á samkomu í stórum sal þá komast aðalatriðin illa til skila. Gífuryrði og misskilningur situr eftir, engum til framdráttar. Ennþá er talað um örfá störf í sjókvíeldi sem unnin eru að erlendum farandverkamönnum sem engu skipta máli og eldið allt eitt umhverfisslys. Slysaslepping Kveikjan að þessum stormi núna er slysaslepping sem varð í Patreksfirði í síðasta mánuði sem hafði alvarlegar afleiðingar þar sem fiskurinn var nær kynþroska og leitaði upp í veiðiár á vestanverðu landinu og norðan. Slysasleppingu á alltaf að taka alvarlega, sérstaklega þegar áhrifin verða slík sem hafa verið og það þarf að rannsaka ofan í kjölinn. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að bæta sína ferla og opinbert eftirlit þarf að bæta verulega. Öruggt viðbragð Við höfum byggt upp öruggt viðbragð við alls kyns atburðum, hvort sem um ræðir mengunarslys, smitsjúkdómar eða náttúruvá. Allt byggir það á að lágmarka mögulegan skaða og áhrif til framtíðar. Því þarf að vera til staðar öruggt viðbragð og eftirlit sem virkjað er strax og slepping verður. Til þess að það megi verða þarf eftirlit að færast nær sjókvíeldinu, bæði til að flýta viðbragði og ekki síst til að byggja upp þekkingu á svæðinu. Þegar upp kemur riða í sauðfé eru allir ferlar þekktir og gengið í verkið. En við erum því miður ansi svifasein í þegar kemur að viðbrögðum við slysasleppingu. Í Noregi eru þeir með lært viðbragð og eldislaxi hefur fækkað í norskum veiðiám þökk sé þeim mótvægisaðgerðum sem virkjaðar hafa verið þar. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til, svo hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Eftirlit á staðnum Því er mikilvægi eftirlits á þeim stöðum sem sjókvíeldið er staðsett mikið. Það má líkja því við að ef Ísfirðingar yrðu uppvísir að slæmri umferðamenningu, keyrðu ítrekað yfir hámarkshraða eða undir áhrifum áfengis, það kynni ekki góðri lukka að stýra og ákall yrði eftir auknu eftirliti lögreglu en stjórnvöld myndu bregðast við með því að ráða fleiri í lögregluna á Selfossi. Hvaða áhrif myndi það hafa á umferðamenningu á Ísafirði? Einnig þarf nýsköpun, rannsóknir og þróun á sviði sjókvíeldis að vera til í nærumhverfi eldisins sem og annarsstaðar. Aukið og virkt eftirlit Með breytingu á lögum um fiskeldi frá árinu 2019 var gert ráð fyrir að áhættumatið skuli samkvæmt lögum taka tillit til mótvægisaðgerða, sem annarsvegar skal lámarka hættu á stroki úr kvíum og hins vegar aðgerðir sem grípa skuli til þegar mögulegt strok verður. Er lögfesting þessara mótvægisaðgerða algjört lykilatriði, þar sem þær draga enn frekar úr líkum á skaðlegum áhrifum eldisins og stuðla þannig að umhverfisvænni rekstri og betri sátt við aðra hagsmuni. Þessar mótvægisaðgerðir þarf að virkja enn frekar. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu upp á 126 milljónir króna vegna eftirlits í sjókvíeldi auk þess sem til stendur að hækka verðmætagjald sjókvíeldis. Áætlað er að verðmætagjald fyrirtækja í sjókvíeldi verði komið í 2,1 milljarð á komandi ári og það rennur í fiskeldisjóð. Auk þess greiða rekstraraðilar sem ala lax í sjókví árlegt gjald í umhverfissjóð sem greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðaþolsmats, vöktunar og annarra eftirlitsverkefna. Stefna um lagareldi Matvælaráðherra hefur lagt fram tillögu um stefnu í uppbyggingu og umgjörð lagareldis, stefnu til ársins 2040 sem nú er komin í samráðsgátt. Tillagan hefur að markmiði að skapa greininni skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Lagareldið nær yfir sjókvíeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Þegar horft er til sjókvíeldis segir í tillögunni að áskoranirnar séu vissulega til staðar og til þess að greinin geti áfram verið mikilvæg stoð í efnihag landsins verður áfram að vinna að því að mæta þeim áskorunum með festu. Það er bæði verkefni þeirra fyrirtækja sem stunda greinina, samfélaganna þar sem greinin er stunduð og stjórnvalda sem halda utan um eftirlit og lagaumgjörð. Það er raunverulegur möguleiki með því að hafa vísindin í forgrunni sem byggja á að lágmarka umhverfisáhrif greinarinnar. Þannig byggjum við upp sameiginlegan ábata með nýtingu auðlinda til verðmætasköpunar . Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun