Allir fótboltastrákar á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 22:31 Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn. @utahfootball Skólaliðin í ameríska fótboltanum eru risastór auglýsing fyrir skólana enda háskólafótboltinn gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Leikmenn hafa í gegnum tíðina ekki fengið neitt þótt skólarnir hafi grætt mikið á liðum sínum. Nú er að verða breyting á því. Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Bílar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball)
Bílar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira