Tveir fyrir einn í mannréttindum Sigmar Guðmundsson skrifar 4. október 2023 07:00 Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Alþingi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar