Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Helena Rós Sturludóttir skrifar 3. október 2023 23:08 Jón Emil Guðmundsson er lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Dúi Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Tilraunaaðstaðan ber nafnið Skuggskjá og verður notuð við hönnun og kvörðun á örbylgjusjónaukum framtíðarinnar, sjónaukum sem mæla örbylgjuklið. Elsta ljós alheimsins „Örbylgjukliðurinn er sem sagt elsta ljósið í alheiminum. Ljósið er búið að ferðast um himingeiminn í 13,8 milljarða ára og svo erum við að horfa á eiginleika þessa ljóss til að skilja hvernig alheimurinn hefur þróast og hverjir helstu eiginleikar hans eru,“ segir Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Rýmið er endurvarpslaust og gleypir í sig örbylgjur og segir Jón rými eins og þetta notað um allan heim. „Þetta er notað mjög mikið til þess að skilja hvernig ýmis raftæki víxlverka við rafsegulbylgjur. Þú getur gert mælingar á bílum, gsm símum og fleira þannig svona rými eru til út um allan heim,“ segir Jón Emil. Síðasta verkefnið Belgíski tæknimaðurinn Kris Ceustermans sá um hönnun rýmisins en hann hefur sett sambærileg herbergi upp í 28 löndum í 38 ár. Að sögn Jóns var verkefnið hér á landi hans síðasta áður en hann fór á eftirlaun. Tilraunastofan er fjármögnuð af Háskóla Íslands auk styrks í frá Evrópska Rannsóknarráðinu og segir Jón rýmið opna dyr að fleiri rannsóknarverkefnum í framtíðinni. Vísindi Háskólar Geimurinn Tengdar fréttir Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Tilraunaaðstaðan ber nafnið Skuggskjá og verður notuð við hönnun og kvörðun á örbylgjusjónaukum framtíðarinnar, sjónaukum sem mæla örbylgjuklið. Elsta ljós alheimsins „Örbylgjukliðurinn er sem sagt elsta ljósið í alheiminum. Ljósið er búið að ferðast um himingeiminn í 13,8 milljarða ára og svo erum við að horfa á eiginleika þessa ljóss til að skilja hvernig alheimurinn hefur þróast og hverjir helstu eiginleikar hans eru,“ segir Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Rýmið er endurvarpslaust og gleypir í sig örbylgjur og segir Jón rými eins og þetta notað um allan heim. „Þetta er notað mjög mikið til þess að skilja hvernig ýmis raftæki víxlverka við rafsegulbylgjur. Þú getur gert mælingar á bílum, gsm símum og fleira þannig svona rými eru til út um allan heim,“ segir Jón Emil. Síðasta verkefnið Belgíski tæknimaðurinn Kris Ceustermans sá um hönnun rýmisins en hann hefur sett sambærileg herbergi upp í 28 löndum í 38 ár. Að sögn Jóns var verkefnið hér á landi hans síðasta áður en hann fór á eftirlaun. Tilraunastofan er fjármögnuð af Háskóla Íslands auk styrks í frá Evrópska Rannsóknarráðinu og segir Jón rýmið opna dyr að fleiri rannsóknarverkefnum í framtíðinni.
Vísindi Háskólar Geimurinn Tengdar fréttir Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11
Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18
Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30