Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. október 2023 23:14 Eiríkur Búi kveðst fagna fjölbreytileika hugmyndanna. Ein þeirra var að skilti í Breiðholti. Vísir Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira