Kverkatak Gylfi Þór Gíslason skrifar 3. október 2023 08:00 Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipaflutningar Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun