Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 13:01 Ingunn smellti fætinum í lið. Skjáskot/Ingunn Björnsdóttir Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi. Á dögunum lenti merin Gáfa í áflogum við aðra hesta og slasaðist nokkuð alvarlega við það. Hún var mjög bólgin en í gær var dýralæknirinn Ingunn Reynisdóttir kölluð til. „Við tókum röntgenmyndir af því og sáum að hún var ekki í lið. Svo við ákváðum að prófa að setja hana í lið, svæfðum hana og notuðum kálfatjakk til að fá strekkingu á fótinn og smella henni í lið aftur,“ segir Ingunn í samtali við Vísi. Ingunn deildi myndskeiði af aðgerðum í gær á Facebook þar sem sést og heyrist greinilega þegar merin smellur í lið. Fann eina erlenda grein Ingunn segist ekki vita til þess að hesti hafi verið kippt í lið áður hér á landi en að hún hafi fundið eina erlenda grein um aðferðina. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að láta á það reyna. „Það hefði bara verið aflífun, það var ekkert annað í stöðunni að prófa, eða þá að aflífa hana. Löng endurhæfing fram undan Þá segir hún að merin beri sig vel eftir atvikum en að nú taki við langt endurhæfingarferli. „Hún er inni í stýju og verður þar allavega í mánuð og má lítið eða ekkert hreyfa sig. Hún má ekki heldur leggjast niður. Svo er hún á verkjastillandi og bólgueyðandi, fær að fara að hreyfa sig eftir tvær vikur. Hestar Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Á dögunum lenti merin Gáfa í áflogum við aðra hesta og slasaðist nokkuð alvarlega við það. Hún var mjög bólgin en í gær var dýralæknirinn Ingunn Reynisdóttir kölluð til. „Við tókum röntgenmyndir af því og sáum að hún var ekki í lið. Svo við ákváðum að prófa að setja hana í lið, svæfðum hana og notuðum kálfatjakk til að fá strekkingu á fótinn og smella henni í lið aftur,“ segir Ingunn í samtali við Vísi. Ingunn deildi myndskeiði af aðgerðum í gær á Facebook þar sem sést og heyrist greinilega þegar merin smellur í lið. Fann eina erlenda grein Ingunn segist ekki vita til þess að hesti hafi verið kippt í lið áður hér á landi en að hún hafi fundið eina erlenda grein um aðferðina. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að láta á það reyna. „Það hefði bara verið aflífun, það var ekkert annað í stöðunni að prófa, eða þá að aflífa hana. Löng endurhæfing fram undan Þá segir hún að merin beri sig vel eftir atvikum en að nú taki við langt endurhæfingarferli. „Hún er inni í stýju og verður þar allavega í mánuð og má lítið eða ekkert hreyfa sig. Hún má ekki heldur leggjast niður. Svo er hún á verkjastillandi og bólgueyðandi, fær að fara að hreyfa sig eftir tvær vikur.
Hestar Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira