Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2023 11:45 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fagnar því að félagsmenn hafi áhuga á að móta kröfugerð félagsins. Stöð 2/Arnar Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í síðustu kjaraviðræðum var sú stærsta sem hefur verið mynduð og sú nýja gefur lítið eftir en í henni sitja áttatíu og fimm félagsmenn. Nefndin fundaði í fyrsta sinn í gærkvöldI og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður segir hana samanstanda af Eflingarfólki í fjölbreyttum störfum. „Við erum auðvitað bara glöð og ánægð að sjá að fólk vill sannarlega taka þátt í því að móta kröfugerð og fara í kjarasamninga fyrir sitt félag,“ segir Sólveig Anna. Síðasta samninganefnd Eflingar vakti mikla athygli en ný nefnd er svipuð að stærð.Vísir/Vilhelm Samningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins rennur út þann 31. janúar. „Ég mun núna strax eftir helgi senda erindi til Samtaka atvinnulífsins og óska eftir því að þau undirriti sem allra fyrst viðræðuáætlun við okkur svo við getum byrjað samtalið.“ Óhætt er að segja að síðustu viðræður hafi gengið brösulega en þáverandi ríkissáttasemjari steig til hliðar í deilunni eftir að hafa lagt fram umdeilda miðlunartillögu sem rataði fyrir dómstóla. Nýskipaður ríkissáttasemjari lagði síðar fram aðra miðlunartillögu sem var að lokum samþykkt. Sólveig vonar að þessar viðræður þróist á annan hátt og að félög innan Alþýðusambandsins geti einnig sameinast um samninga í þágu tekjulágra. „Ég vona líka að Alþýðusambandið geti líka sameinast um það að sækja fram á ríkið með kröfur um að lífskjörum fólks sem þjáist á leigumarkaði verði lyft upp. Svo vona ég auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi fram með öðrum hætti og hef fulla trú á að það gerist.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir mun nú í fyrsta sinn koma að viðræðunum fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins en Halldór Benjamín Þorbergsson lét af störfum í vor. Sólveig kveðst ánægð með mannabreytingar hjá ríkissáttasemjara og samtökunum. „Ég er afskaplega glöð með að sjá ný andlit á báðum þessum stöðum,“ segir Sólveig. Efling muni fara fram á krónutöluhækkanir og langtímasamning. „Og við setjum fram kröfu um að stjórnvöld bregðist við þeirri húsnæðiskrísu sem er að rústa lífi félagsfólks Eflingar á hverjum degi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira