Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 08:06 MAGA stendur fyrir Make America Great Again, sem voru kosningaslagorð Donald Trump þegar hann var kjörinn forseti. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. „Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
„Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira