Sjá fram á 550 milljóna króna hagnað á þriðja ársfjórðungi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 18:51 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play sér fram á að skila hagnaði sem nemur um 550 milljónum króna, eða því sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu félagsins. Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Þar segir að félagið áætli að handbært fé verði um 39 milljónir Bandaríkjadala, nærri 5,3 milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. Félagið segir fjárhagsstöðuna því sterka og að ekki þurfi aukið fé til rekstursins. Áætlað er að handbært fé verði í árslok um 28 milljónir dala eða því sem nemur 3,8 milljörðum króna. Sjóðsstreymi vegna reksturs félagsins er því í jafnvægi, að teknu tilliti til fjárfestinga við stækkun flota félagsins „Nú þegar við nálgumst enda sumarvertíðarinnar, horfum við stolt um öxl á frammistöðu PLAY yfir sumarmánuðina og björtum augum á framtíðina. Við sjáum nú sterka fjárhagslega niðurstöðu þar sem tekjurnar nærri tvöfölduðust frá fyrra ári og félagið skilar 12 milljóna bandaríkjadala hagnaði á sama tímabili. Það er viðsnúningur frá tapi upp á 15 milljónir bandaríkjadala frá því í fyrra,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningunni. Búast við að farþegarnir verði 1,5 milljón í ár Félagið segir í tilkynningu að búist sé við því að fluttir verði um 1,5 milljónir farþega árið 2023 og að rekstrartap á árinu verði um tíu milljónir Bandaríkjadala. Bendir félagið í því samhengi á að það hafi skilað rekstrartapi upp á 44 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2022. Því nemi viðsnúningur um 34 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Þá gerir félagið ráð fyrir tekjum í ár sem nema um 280 milljónu Bandaríkjadala, rúmlega 38 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) er áætlaður um 3,7 sent fyrir allt árið 2023. Áætla að skila rekstrarhagnaði 2024 PLAY áætlar að flytja um 1,8 milljónir farþega á árinu 2024. Áætlaðar tekjur verða um 340 milljónir Bandaríkjadala, sem eru um 47 milljarðar íslenskra króna. Félagið áætlar að skila rekstrarhagnaði á árinu 2024. Þá mun kostnaður á hvern sætiskílómetra án eldsneytiskostnaðar (CASK Ex Fuel) einungis hækka í takt við verðbólgu þrátt fyrir um 1% hækkun á kostnaði 2024 vegna breytinga á launakjörum flugfólks sem tilkynnt var um nýlega. PLAY hefur tryggt sér tvær farþegaþotur fyrir árið 2025 sem mun stækka flotann í 12 þotur af A320neo fjölskyldunni frá Airbus. Mat á frekari aukningu á sætisframboði stendur yfir. „Við gerum ráð fyrir að nánast tvöfalda tekjurnar í þriðja ársfjórðungi og að rekstrarafkoman verði nær tíu sinnum hærri en í fyrra, ásamt því að PLAY skili hagnaði í fyrsta sinn í ársfjórðungi,“ segir Birgir. „Sú staðreynd að við höfum náð að halda kostnaði lágum á sama tíma og tekjur á hvern floginn kílómetra aukast, samhliða nærri tvöföldun á sætisframboði, sýnir fram á hversu góðri fótfestu við höfum náð á lykilmörkuðum okkar og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir komandi tíma.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. 1. september 2023 08:26
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent