„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 18:58 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira