Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Jódís Skúladóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Fiskeldi Vinstri græn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar