Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:56 Braverman er sögð vilja skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar til málefna flóttamanna. epa/Andy Rain Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira