Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:56 Braverman er sögð vilja skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar til málefna flóttamanna. epa/Andy Rain Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira