Breytum um kúrs Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2023 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi kostnaður lendir ekki bara af fullum þunga á fjölskyldunum heldur líka stærstum hluta atvinnulífsins, sveitarfélögum og ríkissjóði. Ef dæmið er skoðað út frá vaxtamuninum á milli krónu og evru má áætla að kostnaðurinn sé í kringum 300 milljarðar á ári. Þar af lenda um 100 milljarðar á heimilum. Á hverju einasta ári. Annað eins lendir svo á ríkissjóði, bæði beint og sem kostnaður við gjaldeyrisvaraforðann. Það er gott fyrir heimilin og atvinnulífið að verkalýðshreyfingin láti nú til sín taka í þessari umræðu. Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson hafa dregið vagninn og í viðtali á Rás tvö áréttaði forseti ASÍ þá stefnu sambandsins að það vilji sjá hvað kæmi út úr viðræðum við ESB. Svo myndu landsmenn ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki stjórnmálaflokkarnir. Það er ábyrg afstaða. Vilhjálmur leggur svo mikla áherslu á að óháðir erlendir aðilar geri úttekt á kostum og göllum þess að taka upp annan gjaldmiðil. Það er líka ábyrgt og gæti reynst mjög gagnlegt tól upp á framhaldið. Að mínu mati er það frumskylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að bæta hag fólks á Íslandi, enda er það væntanlega ástæða þess að fólk býður sig fram. Að vera meðvitaður um fórnarkostnað krónunnar en vilja ekki skoða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil, gengur þvert gegn þeirri frumskyldu. Það er síðan mikilvægt að átta sig á að þetta ferli tekur tíma og leysir ekki vaxtaokur dagsins í dag. En jafnframt ætti það að vera morgunljóst að stöðugra efnahagsumhverfi með nýjum gjaldmiðli, minnkar líkurnar verulega á því að fjölskyldur landsins fái svona vaxta og verðbólguskell á nokkurra ára fresti. Sama gildir auðvitað um atvinnulífið, sveitarfélög og ríkissjóð. Nýverandi stefna er gjaldþrota. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við þá bilun að óvertryggðir húsnæðisvextir séu um 11 prósent?! Hvernig má það vera að eina úrræði fólks sé í sífellu að skipta um lánaform í einhverju panikki og valið standi eingöngu á milli mis vonlausra kosta? Af hverju þarf stærstur hluti atvinnulífsins að fjármagna sig á mun verri kjörum en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum? Það eru ekki nema tvö ár síðan bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra töluð eins og runnið væri upp sérstakt lágvaxtaskeið á Íslandi. Seðlabankastjóri taldi meira að segja að verðtryggðu lánin væru smám saman að deyja út. Þessir spádómar eldast ekki vel og hagsagan á Íslandi segir okkur að væntingar um stöðugri verðbólgu og vaxtatölur í krónuhagkerfinu eru tálsýnin ein. Það er tímabært að breyta um kúrs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun