Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:28 Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm á lögum um fiskeldi. Vísir/Einar Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01