Stór orð en ekkert fjármagn Kristrún Frostadóttir skrifar 22. september 2023 09:00 Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Ekkert fjármagn fyrir fjölgun hjúkrunarrýma Ríkisstjórnin hefur boðað byggingu 394 hjúkrunarrýma á næstu 5 árum. Það myndi ekki duga til að taka á núverandi biðlista og vegna öldrunar þjóðar má reikna með að þörfin verði helmingi meiri árið 2028. En látum það liggja á milli hluta — stóra spurningin snýr að rekstri þessara rýma. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni má gera ráð fyrir að rekstrarkostnaður við þessi 394 hjúkrunarrými yrði 6,8 milljarðar króna á ári. En í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki tekið frá fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Fjölgun hjúkrunarrýma er því ekki fjármögnuð. Fjármagn til heimahjúkrunar óhreyft þrátt fyrir öldrun þjóðar Þegar bent er á að áætlanir ríkisstjórnarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma séu hvorki fullnægjandi né fjármagnaðar þá er vísað til þess að lausnin felist hvort eð er í aukinni heimahjúkrun. Það er rétt að hluta — en það er líka búið að tala um þetta árum saman núna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjármagn til heimahjúkrunar hefur staðið óhreyft í 14 ár sem hlutfall af landsframleiðslu — eða frá árinu 2009. Þrátt fyrir öldrun þjóðar. Og þrátt fyrir að þessi liður eigi að vera grunnstoðin í umönnun eldra fólks og draga úr þörf fyrir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um eflingu heimahjúkrunar. Þá halda framlög til heimahjúkrunar ekki í við verðbólgu samkvæmt nýbirtum fjárlögum fyrir árið 2024. Ég stóð fyrir sérstakri umræðu um þessi mál á Alþingi í gær. „Mér finnst við undanfarin tíu ár alltaf vera að tala um sömu hlutina,“ sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins af því tilefni og lagði svo áherslu á mikilvægi aukinnar heimahjúkrunar. Nú þarf að tala minna og gera meira. Brotakennd öldrunarþjónusta einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins Samfylkingin stóð fyrir hátt í 40 opnum fundum um heilbrigðis- og öldrunarmál með almenningi um land allt síðasta vor — og öðru eins af fundum á vinnustöðum, með fólki af gólfinu og sérfræðingum um heilbrigðiskerfið. Eitt af því sem stendur upp úr eftir öll fundahöldin er að brotakennd þjónusta við eldra fólk er án vafa einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Eða eins og kona sem mætti á opinn fund í Reykjavík orðaði þetta: „Ég tala bæði sem læknir og ekki síður sem notandi og aðstandandi. Þið vitið öll hvernig talað er um Landspítalann — en að mínu mati liggur mesti vandinn ekki þar heldur í brotakenndri þjónustu við aldraða.“ Hluti ástæðunnar er að það sem er vanrækt í öldrunarþjónustu leiðir til ótímabærra innlagna eldra fólks á bráðamóttöku. Svo er fólk geymt á sjúkrahúsgöngunum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun. En gróflega áætlað er kostnaður við legu á sjúkrahúsi hátt í 70 milljónir króna á ári, nær 17 milljónum fyrir hjúkrunarrými en undir 3 milljónum þegar heimaþjónusta dugar til. Þannig er ljóst að uppbygging hjúkrunarrýma og fjárfesting í heimahjúkrun gæti dregið verulega úr kostnaði og álagi í heilbrigðiskerfinu. Fjárlögin afhjúpa þau Þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur í ljós að það er ekki mikið á bakvið fögur fyrirheit um fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heimahjúkrunar. Fólk sér í gegnum svona stjórnmál. Og fólk veit að það þarf fjármagn til að taka örugg skref í stórum málaflokkum á borð við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Fólk skilur líka að stundum getur meðvituð ákvörðun um fjárfestingu leitt til aukinna útgjalda til skamms tíma en komið í veg fyrir ómeðvitaðan og illviðráðanlegan útgjaldavöxt til lengri tíma. Þetta á vel við þegar kemur að því að bæta úr brotakenndri þjónustu við aldraða. Það þarf þjóðarátak í umönnun eldra fólks á Íslandi. Við þurfum að lyfta þessum málaflokki á hærra plan. Fyrst og fremst snýst það um virðingu fyrir fólki og að Íslandi standi undir nafni sem velferðarsamfélag. Samfylkingin mun kynna Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum seinna í þessum mánuði; fimm þjóðarmarkmið og verklýsingu fyrir nýja ríkisstjórn til að ná settu marki. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar