Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 16:20 Svona leit smitrakningarappið út, og tilkynningarnar sem notendur fengu frá því. Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag. Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira