Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 13:39 Lauginni verður lokað í um tvær vikur, frá og með 26. september. Vísir/Vilhelm Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að sundæfingar og skólasund muni haldast óbreytt þrátt fyrir lokunina. Fram kemur að viðhald á lauginni hafi staðið til í nokkurn tíma. „Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður í Laugardalslaug. „Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“ Steft að því að opna heita potta eins fljótt og hægt er Ennfremur segir að stefnt sé að því að opna heita potta eins fljótt og aðstæður leyfi. „Sundæfingar og skólasund helst óbreytt en meðan á viðhaldslokun stendur munu krakkar í skólasundi og iðkendur sem æfa sund nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Opið verður hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug. Samkvæmt verkáætlun tekur verkefnið tvær vikur, en óvissuþættir í verkinu geta haft áhrif á framkvæmdatíma og þann tíma sem laugin þarf að vera lokuð. Upplýsingar verða birtar reglulega á Facebooksíðu og Instagramsíðu Laugardalslaugar, um verkið og hvernig því miðar áfram,“ segir á vef borgarinnar. Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: Kýraugu- skipta út að minnsta kosti 15 kýraugum í laugarkeri. Þil á milli laugarkera- fjarlægja þil og setja upp nýtt þil undir brú. Með því að aðskilja laugarker með þili eru bundnar vonir við að auðveldara verði að hækka hitastig barnalaugar. Yfirfallsrenna í öllu laugarkeri- hreinsun á rennu með háþrýstiþvotti, viðgerð á rennunni og leki stoppaður á yfirfallslögn þar sem það á við. Lendingarlaug- málun og lagfæringar. Laugarker- lagfæringar á flísum. Sjópottur- áhersla á að fylla í flísalögn með fúgu og hreinsa pottinn vel. Aðrir pottar- hreinsun.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira