Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 13:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson
Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira