„Illsku er ekki treystandi“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2023 07:45 Úkraínuforseti heldur ræðu sína á 78. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. AP Photo/Richard Drew Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira