Manstu ekki eftir mér? Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2023 11:01 „Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Manstu ekki eftir mér?Mikið lítur vel út beibí frábært hár.Manstu ekki eftir mér?Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt! En af hverju er ég að velta þessu upp, jú vegna þess að 21. september n.k. er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Enn hefur ekki fundist lækning við Alzheimer eða öðrum heilabilunar sjúkdómum þrátt fyrir víðtækar rannsóknir víða um heim en ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að hægt er að gera líf þeirra sem greinast með Alzheimer/heilabilun bærilegra á ýmsan hátt. Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna er alls kyns hreyfing af hinu góða, félagsleg tengsl hvers konar eru afar mikilvæg og að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og munum að þetta þrennt getur hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar. Höfum það hugfast og gerum okkar til að efla lífsgæði þeirra sem gleyma. En mig langar hér og nú að nefna sérstaklega tengsl tónlistar og Alzheimer/heilabilunar því sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk með heilabilun, eflir sjálfsmynd, eykur lífsgæði og bætir samskipti. Þess vegna skiptir svo miklu máli í allri vinnu og umönnun einstaklinga með Alzheimer /heilabilun að tengja tónlistina inn í ferlið með einum eða öðrum hætti. Það er þekkt þegar tónlist er spiluð eða sungin að sumir einstaklingar með Alzheimer sem vart geta tjáð sig, byrja að syngja með, kunna textann og jafnvel vakna minningarbrot í tengslum við lag og texta og sá sem lært hefur á píanó en getur vart matast sjálfur, hann spilar eins og engill þegar hann sest við píanóið. Þetta gerist ekki á einni nóttu, ekki frekar en margt annað en skiptir ótrúlega miklu máli, eykur vellíðan og dregur úr óróleika. En ýmsir hafa lagt hönd á plóg og ég vona að ég móðgi engan þegar hér nefni hér Elligleði sem þau Sesselja Margrét Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson byrjuðu með árið 2009 og er hlutverk verkefnisins að bjóða öldruðu fólki með minnissjúkdóma upp á söngskemmtanir. Takk elsku þið og við hin skulum muna að getum við bæði spilað og sungið með þeim sem gleyma, það er fyrirhafnarlítið en gleður. En við skulum jafnframt hafa í huga að spila tónlist og syngja með einstaklingum með Alzheimer/heilabilun er ekki tónlistarmeðferð því hún felst í því að menntaður einstaklingur á sviði tónlistar sinni einstaklingum í skemmri eða lengri tíma og vil ég þar nefna og þakka Magneu Tómasdóttur fyrir hennar frábæru störf í þessa veru. Ég bendi jafnframt á afar spennandi námskeið sem Mímir-símenntun býður uppá og heitir Tónlist í umönnunarstörfum og þar er farið yfir hvernig hægt er að nota tónlist í samskiptum og umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóm og Magnea Tómasdóttir kennir. Það væri til fyrirmyndar að við sem leiðum þjónustu við einstaklinga með Alzheimer / heilabilun huggleiddum hvort ekki væri skynsamlegt að ráða almennt slíka einstaklinga í hæfingateymi þeirra sem sinna einstaklingum með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar. En að lokum vek ég athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl.13:00 – 16:00 í tilefni af Alþjóðlegum degi Alzheimer. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymii á vefsíðu Alzheimersamtakanna ( alzheimer.is) Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun