Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2023 22:11 Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Egill Aðalsteinsson Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37