Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2023 22:11 Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar. Egill Aðalsteinsson Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaðar sameiningarkosningar. Venjulega hefur í kosningum hérlendis aðeins verið einn kjördagur en þegar íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ganga að kjörborðinu núna í október verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýju fyrirkomulagi um íbúakosningar. Þannig skal atkvæðagreiðsla vara í minnst tvær vikur en mest fjórar. Og niðurstaðan verður bindandi. Frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Já, það verða íbúakosningar frá 9. til 28. október. Þetta er sem sagt samkvæmt nýjum reglum og reglugerð um íbúakosningar,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. En hvað mun sameining þýða fyrir byggðirnar? „Sterkari rödd bara samfélagsins hérna. Minni stjórnsýsla. Sterkara sveitarfélag til að takast á við þau verkefni sem við þurfum öll að takast á við. Það er náttúrlega mjög breytt umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár. Þannig að ég held að þetta sé bara gott fyrir okkur sem sunnanverða Vestfirði að fara þessa leið,“ svarar bæjarstjórinn. Frá Tálknafirði.Vilhelm Gunnarsson Það er orðin lenska við sameiningu sveitarfélaga hérlendis að spyrða kröfur um samgöngubætur við. Hér vilja menn göng og ekki bara ein heldur tvenn. „Þetta er náttúrlega eitt af því sem skiptir miklu máli, bæði fyrir íbúana og fyrirtækin, að samgöngur séu góðar á svæðinu,“ segir Þórdís Sif. Miklar endurbætur standa nú yfir á veginum um Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ráðamenn sveitarfélaganna telja hins vegar lykilatriði að fá jarðgöng þar á milli sem og undir Hálfdán, heiðina milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Frá Bíldudal.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að það er bara gríðarlega mikið sem þarf að gera í vegasamgöngum hérna á milli. Svo eru þetta líka fjallvegir og fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða er hérna á milli. Fólk líka hættir sér ekkert endilega á að keyra þarna á milli. Það eru margir sem veigra sér við að fara hérna á milli að vetri til,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Tálknafjörður Samgöngur Vegagerð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. 28. júní 2023 11:53
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. 6. janúar 2021 23:19
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. 23. desember 2020 23:37