Fékk að vera með á æfingu hjá Harlem Globetrotters Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 21:00 Fréttamaður lék listir sínar sem þó voru ekki alveg jafn stórbrotnar og hjá liðsmönnum Heimshornaflakkaranna frá Harlem. Stöð 2/Steingrímur Dúi Eitt þekktasta körfuboltalið heims kemur til með að leika listir sínar í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður tók forskot á sæluna og fékk að vera með á æfingu. Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu. Körfubolti Reykjavík Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira
Körfuboltaliðið Harlem Globetrotters, eða Heimshornaflakkararnir frá Harlem, ber nafn með rentu. Liðið hyggur nú á Evróputúr með fjölda áfangastaða. Markmiðið er alltaf það sama, að skemmta áhorfendum með ótrúlegri leikni sem sést almennt ekki þegar lið etja kappi í körfubolta. Evrópuferðalagið hefst á Íslandi, nánar til tekið í Laugardalshöll á morgun. Fréttamaður fékk að líta inn á æfingu, þar sem einn leikmanna sagði veislu fram undan. Angelo Spider Sharpless er einn leikmanna Harlem Globetrotters.Vísir/Steingrímur Dúi „Eitt sem verður hægt að sjá eru troðslur frá miðlínu, alls konar brelluskot, langskot af pöllunum og mismunandi stöðum á vellinum. Svo er það hláturinn, grínið. Þetta er körfubolti þar sem allir geta komið og skemmt sér,“ sagði Angelo Spider Sharpless. Að Evróputúr loknum er Norður-Ameríka næst. „Við höldum bara áfram að ferðast og fá þúsund andlit til að brosa. Höldum bara áfram að hafa áhrif á heiminn.“ Það var ekki úr vegi að fréttamaður fengi að spreyta sig á vellinum, með æfingu sem þjálfari liðsins valdi af kostgæfni, með tilliti til getu hins fyrrnefnda. Hana má sjá hér að neðan. Líkt og áður sagði hefst Evróputúr Heimshornaflakkaranna á morgun í Laugardalshöll. Þeir koma til með að spila tvo leiki, sem raunar mætti frekar kalla sýningar, sem selt er inn á í sitt hvoru lagi. Fyrri sýning hefst klukkan 14, en sú seinni klukkan 19. Í báðum tilfellum opnar húsið þegar klukkustund er í sýningu.
Körfubolti Reykjavík Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira