Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt Friðrik Sigurðsson skrifar 16. september 2023 11:30 Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samgöngur Norðurþing Byggðamál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar