Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 20:01 Guðrún er alsæl með nýja húðflúrið og segir alls ekki útilokað að þau verði fleiri í framtíðinni. Pétur Örn Guðmundsson 95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni. Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson
Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira