Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 20:01 Guðrún er alsæl með nýja húðflúrið og segir alls ekki útilokað að þau verði fleiri í framtíðinni. Pétur Örn Guðmundsson 95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni. Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson
Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira