Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2023 12:59 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist vona að Latur fái brátt andstætt hlutverk þegar hann muni standa við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“ Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“
Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira