Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 12:02 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segist ekki hafa haft teljandi áhyggjur af verkfalli fanga á Litla hrauni í gær. Það sé þó alltaf slæmt þegar lífið innan veggja fangelsanna gangi ekki sinn vanagang. Vísir/Vilhelm Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31