Kynjahalli í Íslensku orðaneti Helga Hilmisdóttir, Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson skrifa 15. september 2023 11:31 Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Jafnréttismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar