Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 11:31 Gunnar Einarsson er formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum Vísir/Samsett mynd Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli. Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli.
Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Sjá meira