Eins og gott hjónabandspróf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. september 2023 21:00 Rut Sigurðardóttir og Kristján Torfi eiga bátana Von og Skuld. arnar halldórsson Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf. Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við. Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við brot úr kvikmyndinni Skuld sem Rut Sigurðardóttir gerði um fyrstu strandveiðivertíð hennar og Kristjáns Torfa Einarssonar, kærasta hennar. En fyrir þremur árum ákváðu þau að taka hálfgerða U-beygju í lífinu, taka lán fyrir trillu og gera út. Rut var sú sem þrýsti á þessa breytingu, hafði lengi langað út á sjó en vissi lítið sem ekkert út í hvað hún væri að fara. „Sem er reyndar kannski bara gott mál því ég er ekki viss um að ég hefði ýtt á þetta ef ég hefði vitað hversu mikið vesen þetta er,“ segir Rut. Vísun í skuldastöðu parsins Parið keypti trillu sem þau nefndu Skuld sem er vísun í örlaganorn í norrænni goðafræði. „Skuld var sú norn sem óf vegi framtíðar, þetta er óður til hennar. Og skuldastöðu okkar.“ Kristján var með skipstjórnarréttindi og til að byrja með gerðu þau saman út á Skuldinni þar til Rut tók réttindin. Þá ákvað parið að fjárfesta í annarri trillu, Voninni, sem Rut hefur síðan stýrt og gera þau þvi út á sitt hvorum bátnum. Er þetta þá alltaf keppni? „Ekki sífelld en ég fiskaði samt meira, það er allt í lagi að halda því til haga,“ segir Kristján Torfi. Kristján Torfi hafði reynslu af sjómennskunni, ólíkt Rut.rut sigurðardóttir Gott próf fyrir verðandi hjón Þau segja lífið mjög ljúft úti á sjó en líka mikið bras. „Öll pör ættu að gera þetta, sérstaklega pör sem ætla að gifta sig. Fara og deila litlu rými í svolítinn tíma. Þetta er gott próf, ef þið getið þetta þá getið þið ansi margt.“ Stóðust þið prófið? „Já er það ekki?“ spyr Rut. „Jú sérstaklega þegar við áttum tvo báta. Það var auðveldara,“ segir Kristján. Parið segir sorglegt hvað framtíð greinarinnar er óljós. rut sigurðardóttir Hann segir sorglegt hvað greinin stendur höllum fæti, endurnýjun nánast engin og vill að ráðamenn sjái til þess að þessi elsti atvinnuvegur Íslendinga muni lifa af. „Framtíðin er svolítið óljós fyrir smábátaútgerð.“ Sigrar og sorgir Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á laugardaginn. Þetta er saga af sorgum og sigrum einnar vertíðar. Ég myndi segja að þetta væri strangheiðarleg mynd því þetta er engin glansmynd. Við förum frá því að líða eins og kóngum á höfninni og niður í örvæntingu. Allur skalinn.“ Hluti af aflanum.rut sigurðardóttir Ætliði að halda þessu áfram, þessu trillulífi? „Já er það ekki, þar til við verðum gömul?“ spyr Rut. „Jú fram í rauðan dauðann,“ bætir Kristján við.
Sjávarútvegur Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira