„Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. september 2023 12:46 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við og breyti núgildandi lögum og setji reglugerð. Vísir/Arnar ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. Málið snýr að umferðarlögum sem sett voru árið 2019 og tóku í gildi 2020 og hafa verið mikið til umræðu undanfarna daga eftir að hjón í Hveragerði voru handtekin í síðustu viku fyrir fíkniefnaakstur eftir að amfetamín mældist í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau taka bæði. Galli í lögum sem þurfi að breyta ADHD samtökin hafa nú skorað á stjórnvöld að breyta lögunum og setja reglugerð og segir formaður samtakanna galla í lögunum sem tafarlaust þurfi að breyta. Aðeins ein undanþága sé nú til staðar, læknisvottorð. „Ef maður er ekki með það þá er maður sjálfkrafa handtekinn og farið með mann í blóðsýnatöku og síðan fer málið í kæruferli. Af því fólk er ekki með bréfið þá er það sekt um að keyra undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og það sem meira er þá er ekki tekið við svona vottorðum eftir á,“ segir Vilhjálmur og bendir á að vandamálið sé til komið þar sem engin reglugerð hafi verið gerð. Tillögur að breytingum í greinargerð Án reglugerðar þurfi lögreglumenn að fara eftir fyrirmælum ríkissaksóknara frá 2020. „Bókstaflega og einhver lítill hópur lögreglumanna er að framkvæma þetta á frekar skrítinn hátt. Ég man ekki til þess að hafa heyrt nokkurn segja að lögreglan hafi spurt hvort þetta vottorð sé fyrir hendi heldur farið beint í að segja að þú sért að aka undir áhrifum ólöglegra fíkniefna,“ útskýrir Vilhjálmur jafnframt. Í greinargerð sem samtökin sendu á stjórnvöld í morgun koma fram tillögur að breytingum og vonast Vilhjálmur til að málið verði unnið hratt og vel. „Ég ætla rétt að vona það, þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu einn, tveir og tíu.“ Breytingarnar sem samtökin leggi til séu ekki stórvægilegar hins vegar þurfi að setja reglugerð við lögin sem allra fyrst til að koma í veg fyrir viðurlög og sektir. Heilbrigðismál Lögreglan Geðheilbrigði ADHD Tengdar fréttir Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Málið snýr að umferðarlögum sem sett voru árið 2019 og tóku í gildi 2020 og hafa verið mikið til umræðu undanfarna daga eftir að hjón í Hveragerði voru handtekin í síðustu viku fyrir fíkniefnaakstur eftir að amfetamín mældist í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau taka bæði. Galli í lögum sem þurfi að breyta ADHD samtökin hafa nú skorað á stjórnvöld að breyta lögunum og setja reglugerð og segir formaður samtakanna galla í lögunum sem tafarlaust þurfi að breyta. Aðeins ein undanþága sé nú til staðar, læknisvottorð. „Ef maður er ekki með það þá er maður sjálfkrafa handtekinn og farið með mann í blóðsýnatöku og síðan fer málið í kæruferli. Af því fólk er ekki með bréfið þá er það sekt um að keyra undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og það sem meira er þá er ekki tekið við svona vottorðum eftir á,“ segir Vilhjálmur og bendir á að vandamálið sé til komið þar sem engin reglugerð hafi verið gerð. Tillögur að breytingum í greinargerð Án reglugerðar þurfi lögreglumenn að fara eftir fyrirmælum ríkissaksóknara frá 2020. „Bókstaflega og einhver lítill hópur lögreglumanna er að framkvæma þetta á frekar skrítinn hátt. Ég man ekki til þess að hafa heyrt nokkurn segja að lögreglan hafi spurt hvort þetta vottorð sé fyrir hendi heldur farið beint í að segja að þú sért að aka undir áhrifum ólöglegra fíkniefna,“ útskýrir Vilhjálmur jafnframt. Í greinargerð sem samtökin sendu á stjórnvöld í morgun koma fram tillögur að breytingum og vonast Vilhjálmur til að málið verði unnið hratt og vel. „Ég ætla rétt að vona það, þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu einn, tveir og tíu.“ Breytingarnar sem samtökin leggi til séu ekki stórvægilegar hins vegar þurfi að setja reglugerð við lögin sem allra fyrst til að koma í veg fyrir viðurlög og sektir.
Heilbrigðismál Lögreglan Geðheilbrigði ADHD Tengdar fréttir Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36
„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19
Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09