„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2023 10:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. Vísir/Sigurjón Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira