Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 13:59 Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Vatn Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi.
Vatn Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira