Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. september 2023 19:36 Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ástæðuna fyrir því að maður hafi ekki fengið að drekka eftir að hafa verið handtekinn. Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
„Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur.
Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira