Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 09:30 Ásmundur segir að gætt verði að menningu og hefðum skóla verði þeir sameinaðir við aðra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“ Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnti ásamt rektorum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri skoðun á sameiningu skólanna tveggja fyrir nemendum og starfsfólki á þriðjudag. Nemendur MA mótmæltu fyrirhugaðri sameiningu harðlega í gær og lýstu yfir áhyggjum af því að menning innan skólanna tapaðist. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað til að mótmæla mögulegri sameiningu sem á þriðja þúsund hafa skrifað undir. „Ég hef lagt áherslu á það að í allri vinnu sem þessu tengist verði gætt að sögu, menningu og hefðum beggja skóla,“ segir Ásmundur Einar Daðason, menntamálaráðherra. Hann segir nýjar áskoranir í menntakerfinu að baki breytingunum. „Við erum að horfa upp á það að það er stór fjöldi nemenda sem bíður eftir að komast í starfsnám, sem er dýrara nám. Við erum með áskoranir þegar kemur að námsárangri, stöðu drengja. Stóraukinn fjölda barna af erlendum uppruna. Allt kallar þetta á að við gerum breytingar á menntakerfinu,“ segir hann. „Stærri einingar eru betur í stakk búnar að mæta þessum áskorunum.“ MA og VMA eru ekki einu menntaskólarnir sem viðrað hefur verið að sameina. Í vor tilkynnti menntamálaráðuneytið að til skoðunar kæmi að sameina Kvennó og MS, Tækniskólann og Flensborg og Keili og FS. Starfsmenn skólanna mótmæltu margir hverjir harðlega en þær sameiningarhugmyndir enn stutt á veg komnar. Ásmundur segir þessa skóla glíma við sömu áskoranir og MA og VMA. Til að mæta þeim sé nauðsynlegt að fá meira fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn inn í skólana. Það er það sem við lögðum upp með til að mæta þessum áskorunum sem ég nefndi. Það hefur ekki fengist, meðal annars vegna ástandsins í þjóðfélaginu.“
Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. 7. september 2023 13:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23