25 starfsmönnum Grid var sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2023 13:44 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. Aukin áhersla verði lögð á tekjusköpun. Grid Tuttugu og fimm starfsmönnum upplýsingatæknifyrirtækisins Grid var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar. Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar.
Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26