Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 15:43 „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Aðsend Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd. Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd.
Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira