Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:07 Tvennum sögum fer af því hvort reynt hafi verið að stela tösku Hannesar í Leifsstöð í gær eða hún tekin í misgripum. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. „Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Það skyggði dálítið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla.“ Þetta skrifaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Í færslunni segist Hannes hafa beðið um að kallað yrði á lögregluna en enginn hafi orðið við því. „Allir horfðu á mig eins og ég væri eitthvað skrýtinn. Þessi kona hefur síðan eflaust spígsporað inn í landið eins og ekkert væri.“ Ungar stúlkur hafi tekið töskuna í misgripum Rúna Mjöll Helgadóttir sem varð vitni af atvikinu skrifar athugasemd undir færsluna þar sem hún fullyrðir að Hannes segi ekki rétt frá. Hún segir hann hafa öskrað á tvær ungar stúlkur og sakað þær um að stela töskunni sem Rúna telur að þær hafi tekið í misgripum. „Þú endaðir svo á því að öskra á greyið stelpurnar að það ætti ekki að hleypa þeim inní landið. Þær sögðu við þig að þær væru fæddar á Íslandi og með íslenskan ríkisborgararétt, svo fórstu og öskraðir á alla starfsmenn og tuðaðir í starfsmönnum að það ætti ekki að hleypa svona fólki inn í landi,“ skrifar Rúna. Hún segist telja að stúlkurnar hafi verið í kringum fjórtán og sex ára gamlar og hafi verið þarna ásamt móður sinni. Þær hafi látið Hannes hafa töskuna strax og þær áttuðu sig á misskilningnum. „Þú ert Íslendingum til skammar, ömurlegt að fólk eins og þú skemmir fyrir öðrum.“ Sakaður um rasisma Óhætt er að segja að færsla Hannesar hafi vakið mikil og misjöfn viðbrögð. Margir saka Hannes um útlendingahatur og gagnrýna orðalag hans varðandi klæðnað konunnar sem hann kallar „múslimabúning.“ Meðal þeirra sem skrifa athugasemd eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sem segir Hannes geta gert betur og Bubbi Morthens sem þakkar Rúnu fyrir að stíga fram og kallar Hannes „torfbæ í jakkafötum.“ Hannes skrifaði aðra færslu skömmu síðar þar sem hann útskýrir atvikið nánar og segir „eitthvað meira en lítið að í viðhorfi Íslendinga til útlendinga.“ „Ég lendi í því, að reynt er að ræna handfarangri mínum, tösku á hjólum, í Fríhöfninni. Það er útilokað, að hún hafi verið tekin í misgripum, eins og allir vita, sem hafa farið um Fríhöfnina á leiðinni heim.“ Hann segist hafa verið að greiða fyrir varning í fríhöfninni þegar hann hafi áttað sig á að taskan væri horfin. „Ég og afgreiðslustúlkan svipuðumst snöggvast um eftir henni. Fyrir framan mig í röðinni hafði verið kona í múslimabúningi (með slæðu og í síðum kufli). Afgreiðslustúlkan benti mér á, hvar hún væri. Ég fór þangað, og þar var taskan. Fólkið ætlaði að þræta, en ég opnaði hana og sá, að þetta var taskan mín. En þegar ég vildi kalla á lögregluna, var því ekki sinnt. Og núna rignir yfir mig skömmum á Facebook! Ég fer að skilja, hvers vegna er við ramman reip að draga í Útlendingastofnun. Það má ekki orðinu halla á útlendinga, ég tala nú ekki um, ef þeir eru í múnderingu.“ Hér fyrir neðan má sjá upphaflegu færslu Hannesar um málið.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira