Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:48 Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð. Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð.
Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent