Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 09:57 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið vel undirbúnar fyrir fyrstu haustlægð landsins sem gekk yfir í gærkvöldi. Landsbjörg Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. „Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður. Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
„Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira