Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 12:00 Andrés Ingi gefur lítið fyrir hert skilyrði fyrir hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent