Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 07:31 Ekki er ljóst hvar heimaleikir Blika fara fram. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20
Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55
Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30