Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 20:30 Viktor Karl Einarsson fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira